Sérfræðingar í erfðarétti og skiptum dánarbúa.
// ARFUR // DÁNARBÚ // EINKASKIPTI //
Ráðgefandi sérfræðingar og lögmenn á sviði erfðamála og skiptum dánarbúa.
Með aðsetur í Borgartúni 25, 105 Reykjavík, veita sérfræðingar ERFÐAMÁL.IS ráðgjöf til viðskiptavina sinna á öllum stigum erfðamála og dánarbússkipta. Sérhæfingin lýtur að hinum efnislega erfðarétti í hverju og einu tilviki sem og með hvaða hætti slíkum rétti er unnt að ná fram, ráðgjafar um hvaða leið eigi að fara í dánarbúskiptum sem og gerð erfðaskráa og varðveisla þeirra.
Hvort sem þú ert arfleifandi, lögerfingi, bréferfingi, aðstandandi, lögráðamaður eða kröfuhafi þá veitum við aðstoðina.
Áratuga reynsla, þ. á m. í ráðgjöf vegna erfðamála, skiptum dánarbúa og gerð erfðaskráa.
Starfssvið / Áherslur /Arfur / Dánarbú
Forkönnun á fjárhagsstöðu.
Til að skipta dánarbúi einkaskiptum þurfa erfingjar að lýsa yfir ábyrgð á öllum skuldbindingum búsins, þ.e. öllum þeim fjárhagslegu skuldbindingum hins látna, hvort sem þær eru þekktar eður ei.
ERFÐAMÁL.IS býður upp á forkönnun á fjárhagsstöðu einstaklings, þar sem farið er yfir helstu þætti sem þarf að kanna áður en tekin er ákvörðun um hvort fara eigi með dánarbú í einkaskipti eða opinber skipti, eða eftir atvikum báðar leiðir.
Erfðamál // Réttur á arfi
Mikilvægt er að erfingjar séu meðvitaðir um réttarstöðu sína varðandi réttmæta arfsúthlutun í hverju tilviki.
Ávallt skal leytast eftir samkomulagi á milli aðila ef ágreiningur skapast. Ef ekki er unnt að leysa ágreining er mikilvægt að rétt skref séu tekin til að fá úrlausn slíkra mála.
Eignatilfærslur og erfðaskrár.
Útbúum og varðveitum erfðaskrár með tryggum hætti. Ráðleggjum einstaklingum hvernig sé hagkvæmasta leiðin við eignatilfærslur.
Erfðaskrár þurfa að vera með tilteknum hætti til að þær geti mælt fyrir um hinn efnislega erfðarétt. Formskilyrði slíkra skjala eru afar ströng og rangt útbúnar erfðaskrár hafa oft ekkert lagalegt gildi fyrir þann sem vilji er til að fái bréfarf.
Af arfleiðslugerningum þarf að greiða erfðafjárskatt og er ERFÐAMÁL.IS til ráðgjafar í þeim efnum sem og öðrum.
“Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.”
– Hávamál
Hafðu samband
ERFÐAMÁL.IS svarar öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.