Erfðamál.is er í umsjá Vilhjálms Þ. Á. Vilhjálmssonar hrl. og Margrétar Gunnlaugdóttur hrl.
Vilhjálmur og Margrét eru eigendur á Lögfræðistofu Reykjavíkur. Í störfum sínum hafa þau tekið eftir skorti á upplýsingagjöf vegna ráðgjafar á sviði erfðaréttar og opinberra skipta dánarbúa. Hvort sem um er að ræða einstaklinga sem vilja ráða sínum málum eftir sinn dag eða erfingjar að leita upplýsinga um réttarstöðu sína þá virðist sem það sé ekki augljóst til hvaða sérfræðinga einstaklingar geti leitað. Á þessu réttarsviði sem og öðrum verður til sérfræðiþekking sem rétt er að vekja athygli á. Er síðunni því ætlað að vera til auðkenningar á þjónustu á þessu sviði sem og til upplýsingagjafar.
Að sama skapi hefur það verið áberandi að erfingjar ganga til einkaskipta að óathugðu máli. Erfðamál.is mun bjóða upp á nýja þjónustu á þessu sviði, sem felst í því að forkanna fjárhag einstaklings og mögulegar kröfur á hendur honum og leggja mat á hvaða leið sé hentugust í hverju og einu tilviki. Mun ERFÐAMÁL.IS því veita ráðgjöf um hvort viðkomandi dánarbú skuli skiptast skv. einkaskiptum, opinberum skiptum, eða jafnvel samkvæmt báðum leiðum.
Að sama skapi er ERFÐAMÁL.IS einstaklingum innan handar, eftir atvikum, meðfram framvindum skipta, hvort sem dánarbú er til skipta samkvæmt einkaskiptum eða opinberum skiptum. Hvort sem um er að ræða erfðafjárskýrslu, erfðafjárskatt, gagnaöflun, úthlutun arfs eða annað þá er ERFÐMÁL.IS til staðar. Einnig tökum við okkur ágreiningsmál sem kunna að koma upp meðfram opinberum skiptum.
Áhöld hafa verið með gerð erfðaskráa í gegnum tíðina. Þannig hefur það reglulega komið upp að slíkar skrár séu gerðar án þess að vandað sé nægilega vel til verka við gerð þeirra. Með erfðaskrá er mælt fyrir um vilja einstaklings varðandi eignir eftir hans dag, þ.e. þann hluta sem honum er heimilt að ráðstafa með erfðaskrá. Til að erfðaskráin geti haldið, þ.e. hafi gildi, þá þarf hún að vera annars vegar gerð með réttum hætti þar sem fylgt er hinum ströngu formskilyrðum. Hins vegar þarf erfðaskráin að vera verðveitt með tryggilegum hætti. Erfðamál.is ætlar sér ekki aðeins að útbúa tryggar erfðaskrár fyrir einstaklinga heldur að tryggja vörslur þeirra, þannig að heimilt sé að leysa þær út að tilteknum skilyrðum uppfylltum sem viðskiptavinir sjá um að velja.