Erfðaréttur
Erfðaréttur skapast samkvæmt tilteknum tengslum við einstakling (lögerfðir) eða skv. ákvörðun einstaklings skv. erfðaskrá (bréferfðir).
Lögerfingjar eru tilteknir helst sem maki og börn. Maki erfir 1/3 hluta eigna þegar börn eru á lífi, en 2/3 hluta erfa börnin að jöfnu. Ef maka er ekki til að dreifa, taka börn og aðrir niðjan allan arf.
Erfðaskrár
Erfðaskrám er þröngur stakkur sniðinn lögum samkvæmt hvað formreglur varðar. Þannig er einstaklingi sannarlega heimilt að útbúa slíkar skrár en til að erfðaskráin hafi gildi skv. efni sínu þarf hún að vera rituð með sérstökum hætti, undirrituð með sérstökum hætti og vottuð með tilteknum hætti.
Einkaskipti eða opinber skipti?
Í upphafi skyldi endan skoða.
Fyrsta grundvallar ákvörðun sem erfingjar þurfa að taka er hvort skipta eigi búi einkaskiptum eða opinberum skiptum. Á þessum tveimur leiðum er grundvallarmunur og getur haft í för með sér verulegar afleiðingar síðar meir hvor leiðin er valin í upphafi.