Erfðaskrár

Hver sem er fullra 18 ára eða hefur stofnað til hjúskapar, getur ráðstafað eignum sínum með erfðaskrá.

Erfðaskrám er þröngur stakkur sniðinn lögum samkvæmt hvað formreglur varðar. Þannig er einstaklingi sannarlega heimilt að útbúa slíkar skrár en til að erfðaskráin hafi gildi skv. efni sínu þarf hún að vera rituð með sérstökum hætti, undirrituð með sérstökum hætti og vottuð með tilteknum hætti. Þá þarf hún eðli máls samkvæmt að vera vistuð á öruggum stað, svo að hún sé fyrir hendi þegar þau atvik eru uppi að það reyni á hana.

Margvíslegir dómar liggja fyrir varðandi erfðaskrár sem hafa skýrt réttarstöðuna enn fremur. Þannig hafa dómstólar t.a.m. talið erfðaskrá vera ógilda ef vottorð votta er ekki með tilteknum hætti.

Hér á síðunni munum við snerta á nýjustu dómum á þessu sviði og verður því um lifandi minnisblað að ræða.

Previous
Previous

Erfðaréttur

Next
Next

Einkaskipti eða opinber skipti?