Einkaskipti eða opinber skipti?

Í upphafi skyldi endan skoða.

Fyrsta grundvallar ákvörðun sem erfingjar þurfa að taka er hvort skipta eigi búi einkaskiptum eða opinberum skiptum. Á þessum tveimur leiðum er grundvallarmunur og getur haft í för með sér verulegar afleiðingar síðar meir hvor leiðin er valin í upphafi.

Einkaskipti fela í sér að erfingjar skipta búinu sjálfir en til þess að eiga kost á því þá þurfa erfingjarnir að lýsa yfir ábyrgð á skuldbindingum búsins. Kröfuhafar hins látna geta því beint kröfum sínum beint að erfingjum og það jafnvel talsvert síðar.

Opinber skipti fela í sér að skipaður er skiptastjóri sem lætur að jafnaði fara fram innköllun krafna. Ef kröfuhafar lýsa ekki kröfum þá falla þær niður. Kosturinn við þessa leið er að þá liggur fyrir hvaða kröfur eru gerðar á búið og enginn bankar upp síðar með kröfur á hendur erfingjum.

Það er því ákaflega æskilegt að láta fara fram skoðun fjárhag hins látna áður en tekin er ákvörðun um hvor leiðin sé æskileg. Við bjóðum upp á slíka skoðun og veitum í kjölfarið ráðgjöf um hvaða leið eða leiðir eigi að fara sem og hvaða atriði ber að varast í ferlinu.

Previous
Previous

Erfðaskrár