Sérfræðisvið og þjónusta
Forskoðun og líkindamat
ERFÐAMÁL.IS býður upp á forkönnun og líkindamat varðandi þá tegund dánarbússkipta sem til greina koma fyrir viðkomandi dánarbú.
ERFÐAMÁL.IS býður upp á forkönnun og líkindamat, þar sem farið er yfir helstu þætti sem þarf að kanna áður en tekin er ákvörðun um hvort fara eigi með dánarbú í einkaskipti eða opinber skipti, eða eftir atvikum báðar leiðir. Reynslan hefur sýnt að erfingjar hafa oft á tíðum of seint samband við lögmenn sér til aðstoðar.
ERFÐAMÁL.IS tekur að sér forskoðun þar sem aflað er gagna og lagt líkindamat á hvaða leið sé hagkvæmust m.v. viðkomandi dánarbú.
ERFÐAMÁL.IS býður upp á að vera innan handar við einkaskipti dánarbúa, hvort sem um er að ræða erfðafjárskýrslu, gagnavinnslu, sölu eigna, úthlutun til erfingja eða eftir atvikum þeirri aðstoð sem þörf er í hverju tilviki fyrir sig.
Erfðamál
Erfðamál eru alls konar og í upphafi skyldi endan skoða. ERFÐAMÁL.IS býður upp á hlutlausa ráðgjöf til erfingja svo hægt sé að taka rétt skref í sátt. -
Erfðamál eru alls konar og í upphafi skyldi endan skoða. ERFÐAMÁL.IS býður upp á hlutlausa ráðgjöf til erfingja svo unnt sé að taka sameiginlega skref í rétta átt.
ERFÐAMÁL.IS tekur einnig að sér hagsmunagæslu tiltekinna erfingja ef eftir því er leitað. Ávallt skal leytast eftir samkomulagi á milli aðila en ef slíkt er útilokað tökum við þau skref sem þarf að taka til að fá úrlausn um réttindi umbjóðenda okkar.
Eignatilfærslur og erfðaskrár
ERFÐAMÁL.IS ráðleggur einstaklingum hvernig eignatilfærslur geti átt sér stað með hagkvæmum hætti í lifandi lífi.
Erfðaskrár eru algeng leið eignatilfærslu í arfstilliti. Nauðsynlegt er að vanda til verka þegar kemur að gerð erfðaskrár, svo að hún geti raungert vilja arfleiðanda. Erfðaskrár lúta ákaflega ströngum formskilyrðum og rangt útbúnar erfðaskrár hafa oft ekkert lagalegt gildi.
Ekki er nægjanlegt að útbúa erfðaskrá heldur þarf hún að vera fyrir hendi þegar á hana reynir. ERFÐAMÁL.IS býður upp á trygga varðveislu erfðaskráa, þar sem skýrt er mælt fyrir um hver eða hverjir og við hvaða tímamark, aðstæður eða skilyrði hægt er nálgast hana.
Skattamál
ERFMÁL.IS veitir ráðgjöf sem lýtur að skattamálum og tengist arfleiðslugerningum.
Að meginstefnu til skipta fjármunir ekki um hendur nema af þeim séu greiddir skattar. Á grundvelli laga nr. 14/2004 um erfðafjárskatt er mælt fyrir um skattheimtu til ríkissjóðs sem verður til vegna skipta á dánarbúi einstaklings.
Skaðabætur
Álitamál kunna að skapast vegna mögulegs bótaréttar, sem ERFÐAMÁL.IS er innan handar með.
Allt frá því að veita ráðgjöf um hvaða skref eigi að taka yfir til kröfugerðar þar að lútandi.